„Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 15:34 Grýla hefur valdið íslenskum börnum ugg og ótta í áraraðir. Visir/Anton Brink Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér. Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér.
Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17