„Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 15:34 Grýla hefur valdið íslenskum börnum ugg og ótta í áraraðir. Visir/Anton Brink Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér. Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér.
Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17