Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra í málinu, hefur óskað eftir frekari rökstuðningi nefndarinnar.
Þau átta sem dómnefndin mat hæfust eru:
Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Ásgerður Ragnarsdóttir hæstaréttarlögmaður
Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður
Bergþóra Ingólfsdóttir hæstaréttarlögmaður
Daði Kristjánsson, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara
Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings
Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari
Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands

Alls sótti 41 um stöðurnar átta sem lausar voru. Sjö stöður losnuðu eftir að sjö dómarar voru skipaðir dómarar við Landsrétt en hið nýja dómstig tekur til starfa um áramótin.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er settur dómsmálaráðherra í málinu en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vék sæti í málinu þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda. Guðlaugur hefur óskað eftir frekari rökstuðningi á niðurstöðu nefndarinnar. Það staðfestir aðstoðarmaður hans við RÚV.
Ástráður var einn umsækjenda um stöðu landsréttardómara sem metnir voru hæfastir af sérstakri nefnd um skipun landsréttardómara. Sigríður breytti þeirri tillögu í fjórum tilvikum.
Voru Ástráði dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur en skaðabótaskylda ríkisins var ekki viðurkennd þar sem hann sýndi ekki fram á fjárhagslegt tjón, t.d. með því að leggja fram skattframtöl.
Uppfært klukkan 16:55.