„Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 19:30 Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan: MeToo Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan:
MeToo Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira