Framlenging: 4+1 reglan ástæðan fyrir spennunni í Domino's deildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 22:30 Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira