Drengur fær að taka afstöðu til lögheimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 12:38 Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa brotið á réttindum drengsins með að leita ekki afstöðu hans. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum. Dómsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum.
Dómsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira