„Klassískar skinnvörur eru fjárfesting, þær lifa lengi og endast vel. Ef þú kaupir pels getur hann gengið í arf til afkomenda, eins og gull. Fallega skinnhúfu áttu alla ævi, svo framarlega sem þú týnir henni ekki. Við erum einnig með mikið af smávöru sem er ekki óþarflega dýr og flestir geta keypt og hefur notið mikilla vinsælda.“

Heiðar útskrifaðist sem feldskeri frá skóla í Tranos í Svíþjóð árið 1983 og hefur unnið við fagið síðan, þó með hléum. Nú hefur dóttir þeirra Marta sem er lærður fatahönnuður byrjað að vinna með þeim í þróun og hönnun á vörunum. „Það sem er á döfinni hjá okkur á næsta ári er að hanna nýjar vörur úr íslensku lambskinni. Við viljum endurvekja klassísku íslensku mokkavöruna sem einu sinni var svo vinsæl, eins og gærukerrupokann, mokkaskóna og jafnvel mokkakápuna.“

„Það er svo gaman þegar konur koma með pelsa sem þær hafa erft eða fengið að gjöf og við breytum þeim til að passa á nýja eigandann. Fólk er oft tilfinningalega tengt pelsinum sem oftar en ekki er frá móður eða ömmu en ef hann passar ekki á neinn þá endar hann hangandi inni í skáp árum saman. Það er oft lítið mál að breyta skinnflíkum og það er gaman að sjá konur labba út, alsælar í gamla pelsinum sem hefur öðlast nýtt líf.“
Kristín bendir enn fremur á að öllum vörum frá Feldi fylgi viðgerðarþjónusta. „Við fylgjum vörunum okkar eftir og ef eitthvað bilar þá lögum við það að kostnaðarlausu. Það er algengur misskilningur að pelsar og skinn þurfi einhverja sérstaka meðferð. Á Íslandi er ekki eins mikill raki og víða erlendis svo það þarf ekki að geyma pelsinn á neinn sérstakan hátt. Og svo segjum við alltaf: Það þarf bara að nota flíkina, þó það komi aðeins rigning eða slydda á pelsinn er það ekkert mál, jafnvel bara gott fyrir flíkina að vera viðruð. Það fer miklu betur með pels að nota hann en ef hann hangir alltaf inni í skáp.“
Kristín hlakkar til aðventunnar. „Núna er að renna í fjórðu jólin hjá okkur hér á Snorrabraut en það eru samt ansi margir sem vita ekki af okkur hér og eru hissa yfir því að hér sé verslun,“ segir Kristín. „Það er gaman að vita að fólki líkar verslunin og oftar en ekki gengur fólk héðan út með bros á vör og jafnvel með orðunum: Ég á eftir að koma hingað aftur! Það er alltaf skemmtileg stemming hjá okkur í búðinni á þessum árstíma og við viljum nota tækifærið til að bjóða öllum að líta við hjá okkur á Snorrabrautinni.“