Rússar sigri hrósandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Hinn 189 sentimetra hái Bashar al-Assad , Sýrlandsforseti, tók á móti hinum 170 sentimetra háa Vladimír Pútín, Rússlandsforseta. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann hefði skipað varnarmálaráðherra sínum að kalla herlið Rússa aftur heim. „Ég hef tekið ákvörðun í þessu máli. Stærsti hluti rússneska herliðsins í Sýrlandi er á leiðinni heim til Rússlands,“ sagði Pútín sem staddur er í Sýrlandi. Rússar munu þó enn hafa aðstöðu fyrir lofther sinn þar í landi en í júlí síðastliðnum lögfestu þeir samkomulag sem gert var við ríkisstjórn Sýrlands um að Rússar fengju að hafa herstöð í Sýrlandi í nærri hálfa öld, hið minnsta. Heimsókn forsetans var óvænt en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússa, tók á móti honum á herflugvelli Rússa í Hmeimim. Stuðningur Rússa við ríkisstjórn Assads hefur hjálpað stjórnarhernum mikið í baráttunni við uppreisnarmenn. Rússar hafa þó ekki einungis hjálpað Assad í baráttunni gegn ISIS heldur hafa loftárásir þeirra einnig beinst gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki, þó ekki að jafnmiklu leyti og uppreisnarmönnum að því er Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Loftárásir Rússa í Sýrlandi hófust í september 2015 og var markmiðið að koma á stöðugleika undir stjórn Assads sem þá hafði beðið ósigur í allnokkrum orrustum. Sögðust Rússar eingöngu einbeita sér að því að ráðast gegn hryðjuverkamönnum á meðan óháð félagasamtök og aktívistar sögðu þá ráðast á almenna borgara. Bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því til að mynda fram á sunnudag að loftárásir Rússa hefðu kostað 6.328 almenna borgara lífið, þar af 1.537 börn. Einna mest áberandi orrustan sem Rússar aðstoðuðu Assad-liða við var um borgina Aleppo. Eftir nærri tveggja ára loftárásir rússneska hersins endurheimti stjórnarherinn borgina af uppreisnarmönnum í desember 2016. Að sögn eftirlitsmanna Mannréttindastofnunar SÞ fórust hundruð almennra borgara í loftárásunum auk þess sem spítalar, skólar og markaðir eyðilögðust. Yfirvöld í Moskvu hafa þó hafnað því að hafa drepið almenna borgara. Ljóst er að Rússar hrósa sigri í stríðinu í Sýrlandi en í síðustu viku sagði forsetinn að liðsmenn ISIS flýðu svæðið. Í gær varaði Rússinn ISIS-liða við því að skjóta aftur upp kollinum. „Þá myndum við gera árásir ólíkar öllu sem þeir hafa nokkurn tímann séð,“ sagði Pútín. Þess er skemmst að minnast að í október tilkynnti varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu, um að með aðstoð rússneska hersins hefði stjórnarherinn endurheimt rúmlega 500.000 ferkílómetra af íslamska ríkinu. Í greiningu BBC á þeim ummælum kemur fram að þau ummæli hljóti að vera röng þar sem viðurkennt landsvæði Sýrlands spanni einungis 185.000 ferkílómetra. Því hefðu Sýrlendingar þurft að margfalda fyrra landsvæði sitt með 2,5 til að fá sömu útkomu og Shoigu tilkynnti um. Orðspor Rússa, með tilliti til hernaðar og milliríkjasamskipta, hefur styrkst eftir að afskipti þeirra af borgarastríðinu í Sýrlandi hófust, að því er BBC hefur greint frá. Þrátt fyrir gagnrýni óháðra félagasamtaka og ýmissa vestrænna ríkja eru Rússar í lykilstöðu þegar að ákvörðunum um framtíð Sýrlands kemur. Pútín er í forsvari fyrir bandalagi Rússlands, Írans og Tyrklands og hefur grafið undan ítökum Bandaríkjamanna á svæðinu. Pútín mun nær örugglega tryggja sér endurkjör á næsta ári en hann tilkynnti nýlega að hann hygðist sækjast eftir öðru kjörtímabili. Sé farið aftur til ársins 2013 finnst ekki stór skoðanakönnun þar sem forsetinn mælist með minna en 42 prósenta fylgi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann hefði skipað varnarmálaráðherra sínum að kalla herlið Rússa aftur heim. „Ég hef tekið ákvörðun í þessu máli. Stærsti hluti rússneska herliðsins í Sýrlandi er á leiðinni heim til Rússlands,“ sagði Pútín sem staddur er í Sýrlandi. Rússar munu þó enn hafa aðstöðu fyrir lofther sinn þar í landi en í júlí síðastliðnum lögfestu þeir samkomulag sem gert var við ríkisstjórn Sýrlands um að Rússar fengju að hafa herstöð í Sýrlandi í nærri hálfa öld, hið minnsta. Heimsókn forsetans var óvænt en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússa, tók á móti honum á herflugvelli Rússa í Hmeimim. Stuðningur Rússa við ríkisstjórn Assads hefur hjálpað stjórnarhernum mikið í baráttunni við uppreisnarmenn. Rússar hafa þó ekki einungis hjálpað Assad í baráttunni gegn ISIS heldur hafa loftárásir þeirra einnig beinst gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki, þó ekki að jafnmiklu leyti og uppreisnarmönnum að því er Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Loftárásir Rússa í Sýrlandi hófust í september 2015 og var markmiðið að koma á stöðugleika undir stjórn Assads sem þá hafði beðið ósigur í allnokkrum orrustum. Sögðust Rússar eingöngu einbeita sér að því að ráðast gegn hryðjuverkamönnum á meðan óháð félagasamtök og aktívistar sögðu þá ráðast á almenna borgara. Bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því til að mynda fram á sunnudag að loftárásir Rússa hefðu kostað 6.328 almenna borgara lífið, þar af 1.537 börn. Einna mest áberandi orrustan sem Rússar aðstoðuðu Assad-liða við var um borgina Aleppo. Eftir nærri tveggja ára loftárásir rússneska hersins endurheimti stjórnarherinn borgina af uppreisnarmönnum í desember 2016. Að sögn eftirlitsmanna Mannréttindastofnunar SÞ fórust hundruð almennra borgara í loftárásunum auk þess sem spítalar, skólar og markaðir eyðilögðust. Yfirvöld í Moskvu hafa þó hafnað því að hafa drepið almenna borgara. Ljóst er að Rússar hrósa sigri í stríðinu í Sýrlandi en í síðustu viku sagði forsetinn að liðsmenn ISIS flýðu svæðið. Í gær varaði Rússinn ISIS-liða við því að skjóta aftur upp kollinum. „Þá myndum við gera árásir ólíkar öllu sem þeir hafa nokkurn tímann séð,“ sagði Pútín. Þess er skemmst að minnast að í október tilkynnti varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu, um að með aðstoð rússneska hersins hefði stjórnarherinn endurheimt rúmlega 500.000 ferkílómetra af íslamska ríkinu. Í greiningu BBC á þeim ummælum kemur fram að þau ummæli hljóti að vera röng þar sem viðurkennt landsvæði Sýrlands spanni einungis 185.000 ferkílómetra. Því hefðu Sýrlendingar þurft að margfalda fyrra landsvæði sitt með 2,5 til að fá sömu útkomu og Shoigu tilkynnti um. Orðspor Rússa, með tilliti til hernaðar og milliríkjasamskipta, hefur styrkst eftir að afskipti þeirra af borgarastríðinu í Sýrlandi hófust, að því er BBC hefur greint frá. Þrátt fyrir gagnrýni óháðra félagasamtaka og ýmissa vestrænna ríkja eru Rússar í lykilstöðu þegar að ákvörðunum um framtíð Sýrlands kemur. Pútín er í forsvari fyrir bandalagi Rússlands, Írans og Tyrklands og hefur grafið undan ítökum Bandaríkjamanna á svæðinu. Pútín mun nær örugglega tryggja sér endurkjör á næsta ári en hann tilkynnti nýlega að hann hygðist sækjast eftir öðru kjörtímabili. Sé farið aftur til ársins 2013 finnst ekki stór skoðanakönnun þar sem forsetinn mælist með minna en 42 prósenta fylgi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna