
Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin

Til þess þurfi að móta skýra starfsmannastefnu sem aðgengileg er starfsmönnum. Miðla þurfi upplýsingum til þeirra um það hvert þeir geti snúið sér verði þeir fyrir áreitni, ofbeldi eða einelti og skýr viðurlög þurfa að liggja fyrir.
Að lokum segir að skrifstofa Félags atvinnurekenda sé boðin og búin að aðstoða félagsmenn sem vilja fyrirbyggja áreitni, mismunun og ofbeldi og tryggja að gripið verði inn í með skjótum og skilvirkum hætti, komi slíkt upp í fyrirtækjum þeirra.
Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær stjórnendur fyrirtækja til þess að taka á vandanum sem virðist ríkja á fjölmörgum vinnustöðum.
Fjölmargar konur hafa stigið fram í svokallaðri #MeToo byltingu og greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Nú þegar hafa konur innan fjölmiðla, heilbrigðisgeirans, sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tæknigeirans, réttarvörslu og tónlistar stigið fram og lýst reynslu sinni.
Hér er ályktun Félags atvinnurekenda í heild:
„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þarf til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi.“
Tengdar fréttir

Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“
Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending.

Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi
Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar
333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar.

Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“
Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi.

Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“
Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða.

Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“
Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum.