Umhverfisvæn jól Ingrid Kuhlman skrifar 13. desember 2017 07:00 Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun