Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:59 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00