Cameron segir tal Trump um gervifréttir hættulegt Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 09:36 Cameron er gagnrýninn á tilraunir Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan trúverðugleika fjölmiðla. Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál. Donald Trump Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál.
Donald Trump Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira