Markmiðið er að vera með sem fæst stig og er Anníe Mist með 28 stig eftir fimm greinar eða níu færri en næsta kona á lista sem er Laura Horvath frá Ungverjalandi.
Keppandi fær 1 stig fyrir að vera í 1. sæti, tvö stig fyrir að vera í 2. sæti og svo framvegis.
Anníe Mist hefur ekki unnið neina þraut en hún hefur aftur á móti aldrei endaði neðar en í sjöunda sæti.
Þuríður Erla Helgadóttir er í fimmta sæti með 72 stig en hún hefur hækkað sig á listanum eftir erfiða byrjun í fyrstu þraut.
Stelpurnar þurftu meðal annars að hlaupa í eyðurmerkursandinum með þung vesti á sér í hitanum.
Anníe Mist og Þuríður Erla hafa báðar átt mjög flott ár og það verður gaman að fylgjast með því hvar þær enda á þessu fjögurra daga móti en alls er keppt í fimmtán þrautum.
Ísland á líka fulltrúa í toppbaráttunni í karlaflokki en Björgvin Karl Guðmundsson er í 3. sæti eftir fimm hreinar. Hann vann eina þrautina og hefur verið að koma sterkur inn í síðustu þrautum eftir erfiða byrjun.
