Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 10:06 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Hér er hún á fyrsta degi sínum í ráðuneytinu þegar hún tók við lyklunum. vísir/eyþór Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24