Pútín býður sig fram sem óháður Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:10 Þessir árlegu fundir Rússlandsforseta og fréttamanna standa yfirleitt í margar klukkustundir. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni. Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni.
Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira