Fyrirtækið Walt Disney hefur gefið það út að það sé að ganga frá kaupum á skemmtana- og afþreyfingarhluta 21st Century Fox sem er eigu fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch. Kaupverðið nemur 52,4 milljörðum dollara, en það gera um 5,5 þúsund milljarða króna. Fréttaveita BBC greinir frá.
Disney mun með kaupunum eignast 39 prósent hlut í Sky og kvikmyndaver 20th Century Fox. Sjónvarpsstöðvarnar Fox News og Fox Sports standa eftir í eigu Murdochs og munu sameinast undir nýju fyrirtæki. Auk þess hlýtur Disney dreifingarrétt yfir fjölda kvikmynda og sjónvarpsþáttum.
Auk þess mun Disney eignast meirihlut í streymiþjónustunni Hulu og er talið að fyrirtækið muni fara í samkeppni við Netflix, stærsta fyrirtæki sinnar tegundar.
Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim.
Rupert Murdoch fékk við 21 árs aldur dagblaðaútgáfu í arf frá föður sínum og breytti hann því í alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypuna Fox. Í dag er hann 86 ára og kemur það fólki á óvart að hann sé að selja eignir sínar, búist hafi verið við því að synir hans tækju við rekstrinum.
Listi yfir hluta kvikmynda og sjónvarpsþátta sem Disney hlýtur dreifingarrétt yfir:
Avatar
Titanic
Star Wars: Episode 1
Star Wars: Episode 2
Star Wars: Episode 3
Deadpool
Return of the Jedi
The Empire Strikes Back
Home Alone
X-Men
The Simpsons
Family Guy

