Geirmundur dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2017 16:48 Geirmundur Kristinsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík. Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára. Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára.
Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27