Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 17:14 Hæstirréttur sneri við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum. Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum.
Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira