Bandaríkin saka Írana um að útvega Hútum vopn Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 22:32 Nikki Haley á blaðamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30
Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22