Ósómaljóð í Gamla bíó Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 14:00 Magga Stína er meðlimur Ósæmilegrar hljómsveitar sem kemur fram í Gamla bíó á mánudag. Visir/Vilhelm Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 verða tónleikar í Gamla bió í tilefni af útgáfu Ósómaljóða Þorvaldar Þorsteinssonar í flutningi Megasar ásamt Skúla Sverrissyni og Ósæmilegri hljómsveit. Ósómaljóð komu út á vínylplötu og geisladiski hjá Mengi Records síðastliðinn föstudag. Magga Stína er meðal þeirra sem skipa Ósæmilegu hljómsveitina en hún segist sjálf skipa bakvarðasveitina ásamt fjölmörgum snillingum en það séu hins vegar Megas og Skúli sem leiði þetta áfram. „Ég hef í raun eiginlega gert minnst af öllum en þetta er líka svona vinahópur Þorvaldar heitins sem stendur að þessu.“ Þorvaldur Þorsteinsson listamaður féll frá langt fyrir aldur fram í febrúar árið 2013, eftir einstaklega fjölbreyttan og gifturíkan feril. Á meðal verka sem Þorvaldur skildi eftir sig voru Ósómaljóðin en þau voru einnig flutt á stórtónleikum í Gamla bíó á Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Magga Stína segir að vitneskjan um tilurð þessara ljóða væri þó í stóra samhenginu í raun frekar nýtilkomin. „Hann hafði tekið upp kassettu með þessu í Hollandi fyrir margt löngu þar sem Þorvaldur flutti eigin lög og texta með miklum tilþrifum. Svo voru þessir textar notaðir seinna í leikritinu hans Lífið –notkunarreglur sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu. En þá var það Megas sem samdi lög við þessa dásamlegu texta og ég útsetti. Þetta eru lögin við þessi ljóð sem var svo ákveðið að færa í búning og gefa út.“ Margrét segir að það sem geri Ósómaljóðin svo einstök sé í raun hvernig þau endurspegli Þorvald. „Þau tala til okkar eins og hann gerði á sinn einstaka hátt. „Sem listamaður hafði hann svo miklu að miðla og með kímnigáfu sinni bjó hann yfir einstökum hæfileika til þess að sýna heiminum fram á fáránleika sinn. Hann var mikill og góður íslenskumaður auk þess að vera alveg trylltur húmoristi þó hann hafi verið í kaldhæðnari kantinum. Það eitt og sér að Megas skuli taka sig til og semja tónlist við texta Þorvaldar segir í raun allt sem segja þarf um hvað Ósómaljóðin eru frábær. Þorvaldur var öðlingur og engum líkur. Í senn bjartari og svartari en andskotinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember. Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 verða tónleikar í Gamla bió í tilefni af útgáfu Ósómaljóða Þorvaldar Þorsteinssonar í flutningi Megasar ásamt Skúla Sverrissyni og Ósæmilegri hljómsveit. Ósómaljóð komu út á vínylplötu og geisladiski hjá Mengi Records síðastliðinn föstudag. Magga Stína er meðal þeirra sem skipa Ósæmilegu hljómsveitina en hún segist sjálf skipa bakvarðasveitina ásamt fjölmörgum snillingum en það séu hins vegar Megas og Skúli sem leiði þetta áfram. „Ég hef í raun eiginlega gert minnst af öllum en þetta er líka svona vinahópur Þorvaldar heitins sem stendur að þessu.“ Þorvaldur Þorsteinsson listamaður féll frá langt fyrir aldur fram í febrúar árið 2013, eftir einstaklega fjölbreyttan og gifturíkan feril. Á meðal verka sem Þorvaldur skildi eftir sig voru Ósómaljóðin en þau voru einnig flutt á stórtónleikum í Gamla bíó á Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Magga Stína segir að vitneskjan um tilurð þessara ljóða væri þó í stóra samhenginu í raun frekar nýtilkomin. „Hann hafði tekið upp kassettu með þessu í Hollandi fyrir margt löngu þar sem Þorvaldur flutti eigin lög og texta með miklum tilþrifum. Svo voru þessir textar notaðir seinna í leikritinu hans Lífið –notkunarreglur sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu. En þá var það Megas sem samdi lög við þessa dásamlegu texta og ég útsetti. Þetta eru lögin við þessi ljóð sem var svo ákveðið að færa í búning og gefa út.“ Margrét segir að það sem geri Ósómaljóðin svo einstök sé í raun hvernig þau endurspegli Þorvald. „Þau tala til okkar eins og hann gerði á sinn einstaka hátt. „Sem listamaður hafði hann svo miklu að miðla og með kímnigáfu sinni bjó hann yfir einstökum hæfileika til þess að sýna heiminum fram á fáránleika sinn. Hann var mikill og góður íslenskumaður auk þess að vera alveg trylltur húmoristi þó hann hafi verið í kaldhæðnari kantinum. Það eitt og sér að Megas skuli taka sig til og semja tónlist við texta Þorvaldar segir í raun allt sem segja þarf um hvað Ósómaljóðin eru frábær. Þorvaldur var öðlingur og engum líkur. Í senn bjartari og svartari en andskotinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember.
Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira