Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar hefur verið hitamál í Ástralíu svo árum skiptir. George Pell kardinála var mótmælt í fyrra fyrir að hylma yfir með barnaníðingum. Voru hann og páfi hvattir til að opinbera brotin. Nordicphotos/AFP Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira