Ráðherra bauð í hundruð þúsunda króna kvöldverð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Gestir ráðherra snæddu þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. vísir/GVA Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bauð á þriðja tug gesta Arctic Circle-ráðstefnunnar í október í þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. Kostnaður vegna boðsins nam rúmum 400 þúsund krónum. Meðal gesta voru þrettán manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstoðarmaður hans, fulltrúar fyrirtækja í Grindavík og starfsmenn ráðuneyta. Kostnaðinn við boðið er að finna á vefsíðunni Opnir reikningar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í september síðastliðnum og er ætlað að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Gagnagrunnurinn nær aftur til ágúst þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneytanna. Reikningurinn frá Bláa lóninu hljóðaði upp á 401.300 krónur vegna risnu en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru 27 manns í mat umrætt sinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir Arctic Circle-ráðstefnan fór fram 11.-15. október og kom sendinefnd frá Kyrrahafseyjum til landsins í tengslum við hana. Að kvöldi 11. október, að lokinni heimsókn föruneytisins til fyrirtækja í Grindavík, bauð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hópnum og fulltrúum fyrirtækjanna sem heimsótt voru til kvöldverðar í Bláa lóninu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var um þriggja rétta máltíð að ræða. Miðað við fjölda gesta og heildarkostnað jafngildir það að hver og einn reikningur hafi hljóðað upp á tæpar 15 þúsund krónur. Ráðuneytið greiddi reikninginn í síðasta mánuði og birtist hann nú á dögunum í nóvemberyfirliti Opinna reikninga. Þó algengt sé að risnu af þessu tagi sé að finna í reikningum ráðuneytanna þá er kvöldverðarboðið í Bláa lóninu það dýrasta á því tímabili sem gagnagrunnurinn nær til. Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bauð á þriðja tug gesta Arctic Circle-ráðstefnunnar í október í þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. Kostnaður vegna boðsins nam rúmum 400 þúsund krónum. Meðal gesta voru þrettán manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstoðarmaður hans, fulltrúar fyrirtækja í Grindavík og starfsmenn ráðuneyta. Kostnaðinn við boðið er að finna á vefsíðunni Opnir reikningar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í september síðastliðnum og er ætlað að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Gagnagrunnurinn nær aftur til ágúst þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneytanna. Reikningurinn frá Bláa lóninu hljóðaði upp á 401.300 krónur vegna risnu en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru 27 manns í mat umrætt sinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir Arctic Circle-ráðstefnan fór fram 11.-15. október og kom sendinefnd frá Kyrrahafseyjum til landsins í tengslum við hana. Að kvöldi 11. október, að lokinni heimsókn föruneytisins til fyrirtækja í Grindavík, bauð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hópnum og fulltrúum fyrirtækjanna sem heimsótt voru til kvöldverðar í Bláa lóninu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var um þriggja rétta máltíð að ræða. Miðað við fjölda gesta og heildarkostnað jafngildir það að hver og einn reikningur hafi hljóðað upp á tæpar 15 þúsund krónur. Ráðuneytið greiddi reikninginn í síðasta mánuði og birtist hann nú á dögunum í nóvemberyfirliti Opinna reikninga. Þó algengt sé að risnu af þessu tagi sé að finna í reikningum ráðuneytanna þá er kvöldverðarboðið í Bláa lóninu það dýrasta á því tímabili sem gagnagrunnurinn nær til.
Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira