Þrír milljarðar fara í að greiða upp halla Sveinn Arnarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Á glæru Bjarna Benediktssonar sést að talað er um 4,2 milljarða aukalega til lyfjakaupa. vísir/Ernir Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira