Þrír milljarðar fara í að greiða upp halla Sveinn Arnarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Á glæru Bjarna Benediktssonar sést að talað er um 4,2 milljarða aukalega til lyfjakaupa. vísir/Ernir Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira