Þeir Óli Jóels og Tryggvi í GameTíví spiluðu leikinn Knack 2 saman á dögunum. Þar þurftu þeir að setja sig í spor tveggna Knacka og berjast saman gegn vélmennum og öðrum fjöndum. Strákarnir segja leikinn henta vel fyrir börn og vinna þeir saman, eða reyna það, til þess að komast í gegnum óvini leiksins.
Óli segir það sérstaklega gott við þennan leik að ekki sé verið að gefa út mikið af Co-op leikjum eins og þessum í dag. Samspil þeirra stráka má sjá hér að neðan.