Segir það misskilning að vegtollar flýti vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2017 13:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34
Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30