Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2017 11:03 Mikil röskun hefur orðið á flugáætlun Icelandair í dag og í gær. vísir/vilhelm Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57