Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 19:32 Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Vísir/Eyþór „Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45