Kunnugleg jólalög lenda í djasshakkavélinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2017 09:45 Feðginin Anna Gréta og Sigurður nota hvert tækifæri sem gefst til að spila djass saman. Mynd Magnús Andersen Við munum fara misvel með ýmsa þekkta jólasmelli, bæði gamla og nýrri, popp og djass. Það er svo mikið af tónlist sem tilheyrir þessum árstíma sem gaman er að fara með í ýmsar áttir,“ segir djassarinn Sigurður Flosason sem leiðir jóladjasssveit Flosason fjölskyldunnar á Kexi Hosteli í kvöld. Hann nefnir lögin Jólin eru að koma, Ég hlakka svo til, Ó Grýla, Þú komst með jólin til mín og fleiri kunnugleg lög sem munu lenda í djasshakkavélinni og kannski aldrei bíða þess bætur, að sögn Sigurðar. „Jólakötturinn verður líka fyrir djassofbeldi og það er óvíst að jólasveinarnir beri nokkurn tíma aftur sitt barr,“ segir hann hlæjandi. Með Sigurði er Anna Gréta dóttir hans, píanóleikari, og auk þeirra feðgina er sveitin að þessu sinni skipuð þeim Þorgrími Jónssyni og Gunnlaugi Briem, sem Sigurður titlar jólasvein og jólakött! Anna Gréta býr í Stokkhólmi. Þar er hún á fjórða og síðasta ári í framhaldsnámi í djasspíanóleik en er komin heim í jólafrí. „Við reynum alltaf að nota tækifærin þegar við hittumst og spila saman, ýmist hér heima eða úti. Við höfum komið fram í klúbbum í Stokkhólmi og í sumar vorum við í seríu með djass í almenningsgörðum, það er gaman þegar gott er veður en minna gaman þegar mikið rignir sem gerist stundum líka.“ Ekki segir Sigurður Önnu Grétu þó koma með sænskt þema inn í Litlu Kexdjassjólin heldur sé dagskráin meira íslensk/amerísk. „Þetta eru allt lög sem sungin eru með íslenskum textum en eru nú flutt instrúmentalt og spunnið út frá þeim eins og fara gerir í djassinum, settir einhverjir nýir ryþmar og svoleiðis.“ Spurður hvort allt sé blandað á staðnum svarar hann: „Nei, þetta eru litlar útsetningar sem við höfum gert og endurhljómsett, æft og undirbúið – rándýrt alveg! En alltaf er viss partur sem gerist á staðnum, eðli málsins samkvæmt. Kex Hostel er á Skúlagötu 28. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við munum fara misvel með ýmsa þekkta jólasmelli, bæði gamla og nýrri, popp og djass. Það er svo mikið af tónlist sem tilheyrir þessum árstíma sem gaman er að fara með í ýmsar áttir,“ segir djassarinn Sigurður Flosason sem leiðir jóladjasssveit Flosason fjölskyldunnar á Kexi Hosteli í kvöld. Hann nefnir lögin Jólin eru að koma, Ég hlakka svo til, Ó Grýla, Þú komst með jólin til mín og fleiri kunnugleg lög sem munu lenda í djasshakkavélinni og kannski aldrei bíða þess bætur, að sögn Sigurðar. „Jólakötturinn verður líka fyrir djassofbeldi og það er óvíst að jólasveinarnir beri nokkurn tíma aftur sitt barr,“ segir hann hlæjandi. Með Sigurði er Anna Gréta dóttir hans, píanóleikari, og auk þeirra feðgina er sveitin að þessu sinni skipuð þeim Þorgrími Jónssyni og Gunnlaugi Briem, sem Sigurður titlar jólasvein og jólakött! Anna Gréta býr í Stokkhólmi. Þar er hún á fjórða og síðasta ári í framhaldsnámi í djasspíanóleik en er komin heim í jólafrí. „Við reynum alltaf að nota tækifærin þegar við hittumst og spila saman, ýmist hér heima eða úti. Við höfum komið fram í klúbbum í Stokkhólmi og í sumar vorum við í seríu með djass í almenningsgörðum, það er gaman þegar gott er veður en minna gaman þegar mikið rignir sem gerist stundum líka.“ Ekki segir Sigurður Önnu Grétu þó koma með sænskt þema inn í Litlu Kexdjassjólin heldur sé dagskráin meira íslensk/amerísk. „Þetta eru allt lög sem sungin eru með íslenskum textum en eru nú flutt instrúmentalt og spunnið út frá þeim eins og fara gerir í djassinum, settir einhverjir nýir ryþmar og svoleiðis.“ Spurður hvort allt sé blandað á staðnum svarar hann: „Nei, þetta eru litlar útsetningar sem við höfum gert og endurhljómsett, æft og undirbúið – rándýrt alveg! En alltaf er viss partur sem gerist á staðnum, eðli málsins samkvæmt. Kex Hostel er á Skúlagötu 28. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira