Hlutabréfin flugu upp eftir úrlausn deilunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 19:45 Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“ Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“
Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03