Hlutabréfin flugu upp eftir úrlausn deilunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 19:45 Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“ Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi á Seyðisfirði „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“
Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi á Seyðisfirði „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03