Tæknin er lykill að framtíðinni Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2017 07:00 Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar