Dauðsföll 26 manna rakin til lyfjanotkunar Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2017 05:00 Í fyrra voru dauðsföll 26 einstaklinga skráð lyfjatengd. Stærsti vandinn er Parkódín forte, en lyfið OxyContin hefur líka valdið áhyggjum. vísir/pjetur Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent