Dauðsföll 26 manna rakin til lyfjanotkunar Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2017 05:00 Í fyrra voru dauðsföll 26 einstaklinga skráð lyfjatengd. Stærsti vandinn er Parkódín forte, en lyfið OxyContin hefur líka valdið áhyggjum. vísir/pjetur Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira