Ísland vann til þriggja bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í sundi í dag, en mótið fer fram í Laugardalslaug.
Bryndís Bolladóttir vann brons í 100m skriðsundi, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir varð þriðja í 400m fjórsundi og sveit Íslands í 4x200m skriðsundi hlaut bronsverðlaun. Sveitina skipuðu Bryndís Bolladóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Sunneva Dögg Robertson
Í gærkvöld varð Davíð Hildiberg Aðalsteinsson Norðurlandameistari í 100m baksundi þegar hann synti á tímanum 53,91 sekúndum. Þá unnu Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk bronsverðlaun, Sunneva í 200m skriðsundi og Eydís í 800m skriðsundi.
Lokadagur mótsins fer fram á morgun.
Þrjú brons á NM í sundi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn