Sameiningarviðræðum slitið vegna áhugaleysis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2017 22:30 Sameiningarviðræðum á milli átta sveitarfélaga á Suðurlandi hefur verið slitið vegna áhugaleysis um sameiningu. Ástæðan er fyrst og fremst góður rekstur sveitarfélaganna. Boðað var til opins fundar í Tryggvaskála á Selfossi þar sem niðurstaða nefndar um sameiningu allra sveitarfélaganna átta í Árnessýslu var kynnt, auk þess sem fulltrúar ráðgjafasviðs KPMG lögðu fram skýrslu um kosti og galla sameiningu sveitarfélaganna. Rynnu sveitarfélögin átta undir sömu sæng yrði til um 16 þúsund manna sveitarfélag. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að stoppa hér, ekkert verður af sameiningu sveitarfélaganna að svo stöddu. „Menn voru kannski að koma svolítið: Heyrðu við höfum það kannski reyndar bara ágætt og okkur liggur ekkert á að sameinast. Það er svona kannski ein af skýringunum fyrir því að það dró að einhverju l eyti úr áhuganum á sameiningu,“ sagði Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á fundinum í Tryggvaskála. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er svekktur með að ekki hafi náðst niðurstaða um sameiningu sveitarfélaganna í þessari atrenu. „Ég held að við eigum náttúrulega að horfa til sameiningar sveitarfélaga, það er engin önnur lausn í þessu miðað við þennan gríðarlega fjölda byggðasamlaga sem við erum að taka þátt í og auknar kröfur á sveitastjórnarmenn,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í samtali við Stöð 2. „Ég held að menn þurfi bara að fara að horfa til að við þurfum að fara að hafa þetta að atvinnu sem sveitarstjórnarfólk en ekki bara sem hobbý, þetta er ekkert hobbý lengur.“ Þá sá Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, litla ástæðu til þess að sameina sveitarfélögin. „Það gengur mjög vel í öllum sveitarfélögum sem hér um ræðir og það kallar fátt á breytingar. Það er íbúafjölgun, það er uppbygging, ferðaþjónusta og atvinnuvegir í blóma, þannig að það er ekkert skrýtið þó að sveitarstjórnarmenn sem og íbúar sjá ekki ástæðu til að breyta,“ sagði Aldís. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sameiningarviðræðum á milli átta sveitarfélaga á Suðurlandi hefur verið slitið vegna áhugaleysis um sameiningu. Ástæðan er fyrst og fremst góður rekstur sveitarfélaganna. Boðað var til opins fundar í Tryggvaskála á Selfossi þar sem niðurstaða nefndar um sameiningu allra sveitarfélaganna átta í Árnessýslu var kynnt, auk þess sem fulltrúar ráðgjafasviðs KPMG lögðu fram skýrslu um kosti og galla sameiningu sveitarfélaganna. Rynnu sveitarfélögin átta undir sömu sæng yrði til um 16 þúsund manna sveitarfélag. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að stoppa hér, ekkert verður af sameiningu sveitarfélaganna að svo stöddu. „Menn voru kannski að koma svolítið: Heyrðu við höfum það kannski reyndar bara ágætt og okkur liggur ekkert á að sameinast. Það er svona kannski ein af skýringunum fyrir því að það dró að einhverju l eyti úr áhuganum á sameiningu,“ sagði Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á fundinum í Tryggvaskála. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er svekktur með að ekki hafi náðst niðurstaða um sameiningu sveitarfélaganna í þessari atrenu. „Ég held að við eigum náttúrulega að horfa til sameiningar sveitarfélaga, það er engin önnur lausn í þessu miðað við þennan gríðarlega fjölda byggðasamlaga sem við erum að taka þátt í og auknar kröfur á sveitastjórnarmenn,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í samtali við Stöð 2. „Ég held að menn þurfi bara að fara að horfa til að við þurfum að fara að hafa þetta að atvinnu sem sveitarstjórnarfólk en ekki bara sem hobbý, þetta er ekkert hobbý lengur.“ Þá sá Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, litla ástæðu til þess að sameina sveitarfélögin. „Það gengur mjög vel í öllum sveitarfélögum sem hér um ræðir og það kallar fátt á breytingar. Það er íbúafjölgun, það er uppbygging, ferðaþjónusta og atvinnuvegir í blóma, þannig að það er ekkert skrýtið þó að sveitarstjórnarmenn sem og íbúar sjá ekki ástæðu til að breyta,“ sagði Aldís.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira