Líkurnar á stríði við Norður-Kóreu fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 09:44 Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast geta skotið eldflaug með kjarnorkusprengju á meginland Bandaríkjanna. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39