Nefnd um félagslegt réttlæti segir af sér í Bretlandi vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2017 20:00 Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn. Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn.
Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51
Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00
Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00