Íbúar segja Strætó fara of hratt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Íbúar á Stokkseyri segja strætisvagna skapa stórhættu. Vísir/Ernir Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira