Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 14:10 Repúblikaninn Roy Moore mælist með um þremur prósentum meira fylgi en Demókratinn Doug Jones. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama. Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri. Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára. Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins. Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings. Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones. Democrats refusal to give even one vote for massive Tax Cuts is why we need Republican Roy Moore to win in Alabama. We need his vote on stopping crime, illegal immigration, Border Wall, Military, Pro Life, V.A., Judges 2nd Amendment and more. No to Jones, a Pelosi/Schumer Puppet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Putting Pelosi/Schumer Liberal Puppet Jones into office in Alabama would hurt our great Republican Agenda of low on taxes, tough on crime, strong on military and borders...& so much more. Look at your 401-k’s since Election. Highest Stock Market EVER! Jobs are roaring back!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama. Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri. Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára. Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins. Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings. Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones. Democrats refusal to give even one vote for massive Tax Cuts is why we need Republican Roy Moore to win in Alabama. We need his vote on stopping crime, illegal immigration, Border Wall, Military, Pro Life, V.A., Judges 2nd Amendment and more. No to Jones, a Pelosi/Schumer Puppet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Putting Pelosi/Schumer Liberal Puppet Jones into office in Alabama would hurt our great Republican Agenda of low on taxes, tough on crime, strong on military and borders...& so much more. Look at your 401-k’s since Election. Highest Stock Market EVER! Jobs are roaring back!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33