Verkfall er aldei markmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 20:30 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“ Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira