Ofhleðsla báta hvorki afrek né hetjudáð að mati rannsóknarnefndar Birgir Olgeirsson skrifar 5. desember 2017 11:26 Myndir sem rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir af Hjördísi HU 16 í skýrslunni um atvikið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira