Getur ekki horft í augun á ferðamönnum vegna Ingólfsbrunns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2017 16:00 Ingólfsbrunnur í Aðalstræti í Reykjavík hefur ekki mikið aðdráttarafl þessa dagana. Birgir Jónsson Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira