Conor vann mig þegar við vorum krakkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 17:00 Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessir frábæru bardagakappar börðust síðast. Það væru eflaust margir til þess að sjá þá berjast í dag. vísir/getty Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017 MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017
MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00