Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:00 Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“ Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“
Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00