Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 23:34 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“ Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira