Bjarki Pétursson hefur tekið til starfa sem nýr forstöðumaður fyrirtækjasölu hjá Símanum. Bjarki er kunnur fyrir frumkvöðlastörf hjá ráðgjafafyrirtækinu Zenter þar sem hann hefur unnið undanfarin átta ár. Þar hefur hann leitt verkefni í markaðsrannsóknum og tengd hugbúnaðargerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.
Hann er stoltur af tækifærinu sem honum er gefið. „Ég er stoltur af tækifærinu að fá að vinna með þessum sterka og reynslumikla hópi sem mætir mér hér innan Símans.Tækniframfarir síðustu ára skína hér alls staðar í gegn sem og gæði. Á þeim byggjum við þjónustuna og vöruframboðið í harðri samkeppni á fjarskiptamarkaði.“
Áður hefur Bjarki meðal annars leitt sölustarf hjá Högum og Ölgerðinni auk þess að sinna ráðgjöf fyrir fjölda annarra fyrirtækja. Rauði þráðurinn í þessum störfum hefur verið nýting upplýsingakerfa til ákvarðanatöku, til að auka sölu og minnka brottfall.
Bjarki er fjölskyldumaður úr Árbænum með brennandi áhuga á knattspyrnu, símenntun og upplýsingum sem skapa sóknarfæri.
Bjarki Pétursson ráðinn til Símans
Daníel Freyr Birkisson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent


Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent