Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2017 06:31 Salvator Mundi, dýrasta málverk sögunnar. Vísir/Getty Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns. Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns.
Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30
Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22