Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 14:44 Loftslagslíkön líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands og sólargeisla sem saman stjórna loftslagi jarðarinnar. Vísir/AFP Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill. Loftslagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill.
Loftslagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira