Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Palestínumenn sjást hér bera særðan menn á brott í borginni Nablus á Vesturbakkanum. vísir/epa Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34