Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Vísir/AFP Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019. Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019.
Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00