Gunnar stendur í horni Bjarkanna: "Alltaf séð fyrir mér að Bjarki Ómars nái langt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:30 Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira
Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira
Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45
Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45