Björn Ingi sakaður um bílstuld Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2017 15:56 Sveinn Andri segir Ómar bæði hóta Birni Inga og þjófkenna. Og áskilur sér fullan rétt til að kæra á móti. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarformaður Pressunnar, krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi eigandi fyrirtækisins, skili bíl Pressunnar. Verði hann ekki við því ætlar hann að tilkynna bílinn stolinn. Ekki á af Birni Inga að ganga og er hart að honum sótt. Fréttablaðið greindi til dæmis frá því að stjórnin hafi kært hann fyrir fjárdrátt og nú bætist þetta við, sem verður að teljast lítilræði í því samhengi. Einn bíll til eða frá hefur hingað til í forstjórasamningum talist nokkuð sem vart tekur því að nefna. Björn Ingi greinir sjálfur frá þessu á Facebooksíðu sinni. Að honum hafi borist skilaboð þessa efnis frá Ómari, að skila „skila bifreið sem var á sínum tíma hluti af launakjörum mínum. Lögmaður minn sýndi Ómari strax fram á að ég hefði fyrir nokkru tekið yfir leigusamning bifreiðarinnar og væri greiðandi að henni. Þá fékk hann þau ótrúlegu svör að hún yrði tilkynnt stolin yrði henni ekki skilað til Pressunnar!“Sveinn Andri svarar Ómari fullum hálsi Björn Ingi leggur jafnframt fram svar lögmanns hans, Sveins Andra Sveinssonar, til Ómars og þar er svarað fullum hálsi. Ljóst er að Sveinn ber takmarkaða virðingu fyrir Ómari, sá er tónninn: „Þú veizt að aðeins leigutaki fær sendan greiðsluseðil. Á þessum reikningi kemur fram að verið er að rukka leigu fyrir bifreiðina. Viðskiptanúmer er kt Björn Inga. Þarf að stafa þetta ofan í þig? Þú verður að eiga það við þig hvort að þú sendir tilhæfulausa kæru til lögreglunnar. Mínir umbj munu þá um hæl senda kæru fyrir rangar sakargiftir, enda um skýrt ásetningsbrot að ræða.“Segir Ómar hóta Birni Inga og þjófkenna Og seinn kom viðbót við færslu Björns Inga svohljóðandi, enn er vitnað í Svein Andra: „Sæll Ómar Þér er hér með tilkynnt að Björn ingi hefur afhent Örmum þessa ágætu bifreið og fengið aðra. Hann áskilur sér áfram allan rétt til þess að leggja fram kæru á hendur þér vegna þessarar háttsemi, þar sem þú ehfur bæði haft í hótunum við hann og þjófkennt hann. Ég fæ ekki séð að þessar æfingar þínar hafi skilað miklu fyrir þetta félag, Pressunar ehf, en hverra hagsmuna þú ert að gæta er líka bærilega þokukennt. Sveinn Andri Sveinsson hrl“Uppfært16:40Var að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi Vísir ræddi við Ómar um málið og í hans huga þá fer hér ekkert á milli mála. „Björn Ingi hvarf af launaskrá fyrirtækisins fyrir nokkru síðan og ef bíllinn var hluti af launakjörum hans þá bar honum væntanlega að skila honum þá þegar. Ef ekki, þá hefði honum í síðasta lagi borið skylda til að skila honum þegar hann hvarf frá stjórn fyrirtækisins með formlegum hætti 24. nóvember. Umræddur lánssamningur var gerður í nafni Pressunnar. Vissulega hafði Björn Ingi reynt að fá í gegn nafnabreytingu á samningnum en ekki orðið kápan úr því klæðinu. Þar af leiðandi var hann að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi og bar að skila honum,“ segir Ómar. Bíllinn sem um ræðir er Land Rover Discovery af dýrustu tegund, árgerð 2015. „Fólk getur spurt sig þessarar spurningar: Ef Björn Ingi hafði rétt til að hafa bílinn, af hverju er hann búinn að skila honum?“ segir Ómar og telur það segja allt sem segja þarf. Og bætir því við að það sé ekkert sem bendir til þess að Björn Ingi hafi greitt bifreiðahlunnindi af þessum bíl. Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarformaður Pressunnar, krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi eigandi fyrirtækisins, skili bíl Pressunnar. Verði hann ekki við því ætlar hann að tilkynna bílinn stolinn. Ekki á af Birni Inga að ganga og er hart að honum sótt. Fréttablaðið greindi til dæmis frá því að stjórnin hafi kært hann fyrir fjárdrátt og nú bætist þetta við, sem verður að teljast lítilræði í því samhengi. Einn bíll til eða frá hefur hingað til í forstjórasamningum talist nokkuð sem vart tekur því að nefna. Björn Ingi greinir sjálfur frá þessu á Facebooksíðu sinni. Að honum hafi borist skilaboð þessa efnis frá Ómari, að skila „skila bifreið sem var á sínum tíma hluti af launakjörum mínum. Lögmaður minn sýndi Ómari strax fram á að ég hefði fyrir nokkru tekið yfir leigusamning bifreiðarinnar og væri greiðandi að henni. Þá fékk hann þau ótrúlegu svör að hún yrði tilkynnt stolin yrði henni ekki skilað til Pressunnar!“Sveinn Andri svarar Ómari fullum hálsi Björn Ingi leggur jafnframt fram svar lögmanns hans, Sveins Andra Sveinssonar, til Ómars og þar er svarað fullum hálsi. Ljóst er að Sveinn ber takmarkaða virðingu fyrir Ómari, sá er tónninn: „Þú veizt að aðeins leigutaki fær sendan greiðsluseðil. Á þessum reikningi kemur fram að verið er að rukka leigu fyrir bifreiðina. Viðskiptanúmer er kt Björn Inga. Þarf að stafa þetta ofan í þig? Þú verður að eiga það við þig hvort að þú sendir tilhæfulausa kæru til lögreglunnar. Mínir umbj munu þá um hæl senda kæru fyrir rangar sakargiftir, enda um skýrt ásetningsbrot að ræða.“Segir Ómar hóta Birni Inga og þjófkenna Og seinn kom viðbót við færslu Björns Inga svohljóðandi, enn er vitnað í Svein Andra: „Sæll Ómar Þér er hér með tilkynnt að Björn ingi hefur afhent Örmum þessa ágætu bifreið og fengið aðra. Hann áskilur sér áfram allan rétt til þess að leggja fram kæru á hendur þér vegna þessarar háttsemi, þar sem þú ehfur bæði haft í hótunum við hann og þjófkennt hann. Ég fæ ekki séð að þessar æfingar þínar hafi skilað miklu fyrir þetta félag, Pressunar ehf, en hverra hagsmuna þú ert að gæta er líka bærilega þokukennt. Sveinn Andri Sveinsson hrl“Uppfært16:40Var að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi Vísir ræddi við Ómar um málið og í hans huga þá fer hér ekkert á milli mála. „Björn Ingi hvarf af launaskrá fyrirtækisins fyrir nokkru síðan og ef bíllinn var hluti af launakjörum hans þá bar honum væntanlega að skila honum þá þegar. Ef ekki, þá hefði honum í síðasta lagi borið skylda til að skila honum þegar hann hvarf frá stjórn fyrirtækisins með formlegum hætti 24. nóvember. Umræddur lánssamningur var gerður í nafni Pressunnar. Vissulega hafði Björn Ingi reynt að fá í gegn nafnabreytingu á samningnum en ekki orðið kápan úr því klæðinu. Þar af leiðandi var hann að sjálfsögðu með bílinn í leyfisleysi og bar að skila honum,“ segir Ómar. Bíllinn sem um ræðir er Land Rover Discovery af dýrustu tegund, árgerð 2015. „Fólk getur spurt sig þessarar spurningar: Ef Björn Ingi hafði rétt til að hafa bílinn, af hverju er hann búinn að skila honum?“ segir Ómar og telur það segja allt sem segja þarf. Og bætir því við að það sé ekkert sem bendir til þess að Björn Ingi hafi greitt bifreiðahlunnindi af þessum bíl.
Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00